Veður

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Víða gola og dá­lítil væta

Grunn og hægfara lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag þar sem verður suðlæg eða breytileg átt. Víða má reikna með golu eða kalda og dálítilli vætu, en yfirleitt þurrt um landið austanvert.

Veður
Fréttamynd

Búast má við slyddu

Lægð vestur af landinu beinir suðlægri átt, víða 5 til 10 metrum á sekúndu, til landsins með skúrum. Loftmassinn yfir landinu er svalur og óstöðugur og því ætti ekki að koma að óvart þó sumir skúrirnir verði á formi slydduélja.

Veður
Fréttamynd

Rigning með köflum víðast hvar

Lægðasvæði suðvestur og vestur af landinu stýrir veðrinu hjá okkur næstu daga og má gera ráð fyrir rigningu með köflum í dag en þurru fram eftir degi norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Norð­lægari vindur í dag en um helgina

Í dag verður vindur norðlægari en var um helgina. Á Austfjörðum verður strekkingur, en annars hægari vindur. Lítilsháttar skúrir eða él verða á Norður- og Austurlandi, en bjart með köflum suðvestanlands. Hiti verður á bilinu tvö til 12 stig, mildast verður syðra.

Veður
Fréttamynd

Hvassast sunnan­til og hlýjast vestan­til

Í dag er spáð austan strekkingi syðst á landinu, en annars hægari vind. Stöku skúrir verða víða um land og það gæti gert stöku skúrir á höfuðborgarsvæðinu, en lengst af verður þurrt og bjart á Norðvestur- og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Lægð nálgast landið úr austri

Dálítil lægð nálgast nú landið úr austri og verður því norðan- og norðaustanátt í dag. Víða kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu um landið suðvestanvert.

Veður
Fréttamynd

Veturinn sá kaldasti síðan 1999

Síðasti vetrardagur er í dag 24. apríl, en nýafstaðinn vetur var sá kaldasti á Íslandi síðan 1998-1999. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er 1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. 

Veður
Fréttamynd

Hægur vindur og sól­ríkt veður

Hæðarhryggur er nú yfir landinu með hægum vindi og sólríku veðri, en skýjabakkar ná inn á vestanvert landið í dag og má þar búast við dálítilli súld við ströndina.

Veður
Fréttamynd

Hiti að þrettán stigum

Hæð vestur af Írlandi þokast í átt að landinu í dag og er útlit fyrir fremur hægan vind og víða léttskýjuðu.

Veður
Fréttamynd

Gul við­vörun á Norðurlandi eystra

Gul viðvörun er á Norðurlandi eystra á milli klukkan ellefu og fimm í dag. Ástæðan er suðvestan stormur, sem gæti verið hvað verstur á Tröllaskaga. Vindhviður munu víða vera yfir 35 metra á sekúndu að sögn Veðurstofu.

Veður
Fréttamynd

Víða blautt í dag og varað við asahláku

Í dag gengur í sunnan strekking eða allhvassan vind með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Norðaustan til verður úrkomuminna. Síðdegis bætir í rigningu, og verður talsverð rigning á Vesturlandi. Hiti verður víða fimm til 12 stig, hlýjast í hnúkaþey fyrir norðan og austan.

Veður
Fréttamynd

Víða rigning og slydda en ljúfasta veður í næstu viku

Breytinga er að vænta í veðurlagi í dag en þegar líður á daginn mun ganga í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það mun hlýna í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu.

Veður
Fréttamynd

Enn verður kalt í dag

Í dag verða litlar breytingar á veðrinu. Enn verður kalt og samhliða hæg norðlæg eða breytileg átt. Á norðanverðu landinu gæti snjóað dálítið og verið frost. Stöku skúrir eða él sunnantil á landinu og hiti þar um eða yfir frostmarki.

Veður